Tónlistarhátíðin Gæran - sólóistakvöld
Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskins á Sauðárkróki, dagana 14.-16. ágúst 2014. Sólóistakvöld Gærunnar verður haldið fimmtudaginn 14. ágúst á Mælifelli og nú hafa þeir tónlistarmenn sem koma fram á sólóistakvöldinu verið tilkynntir.
Einu sinni á ári gefst tónlistarunnendum einstakt tækifæri að taka þátt í viðburði í litlu sjávarplássi úti á landi. Stór geymslusalur, sem hýsir gærur í stöflum hina 11 mánuði ársins, er tæmdur til að rýma fyrir stóru sviði og fólki sem vill skemmta sér og hlusta á góða tónlist. Einstakt hæfileikafólk stígur á stokk, þekktir flytjendur í bland við óþekktari. Sauðárkrókur iðar af lífi þessa daga sem Tónlistarhátíðin Gæran stendur yfir og er þetta upplifun sem engin má missa af!
Þeir listamenn sem koma fram í ár eru:
Fimmtudagur, sólóistakvöld:
- Ljúflingurinn og reynsluboltinn Hafdís Huld
- Stelpurnar í Bergmál
- Trúbadorinn Hlynur Ben
- Akureyrsku systurnar úr Sister Sister
- Val-kyrja
Föstudagur:
-Kiriyama family
-Úlfur Úlfur
-Tuttugu
-Johnny and the rest
-Myrká
-The bangoura band
-Sjálfsprottin spévísi
-Una Stef
-Klassart
-Boogie Trouble
Laugardagur:
-Dimma
-Reykjavíkurdættur
-Sóldögg
-Nykur
-Rúnar Þóris
-Kvika
-Mafama
-Skúli Mennski
-Beebee and the Bluebirds
-Sunny side road
/Fréttatilk.