Tryggvi sigrar A-flokkinn þriðja árið í röð
Mótið Svínavatn 2014 fór fram í gær, laugardaginn 1. mars, en samkvæmt heimasíðu mótsins var veður og færi eins og best var á kosið og gekk dagskráin vel. Tryggvi Björnsson og Þyrla frá Eyri sigruðu A-flokkinn en þetta var í þriðja skiptið í röð sem Tryggvi sigrar þann flokk.
Hestakosturinn magnaður, samkvæmt heimasíðu mótsins, og þá sérstaklega er tekið fram í B-flokki þar sem hann hefur sennilega aldrei verið sterkari. Hans Þór Hilmarsson var með glæsilegasta hest mótsins, Síbil frá Torfastöðum, sem hlaut m.a. 10 fyrir yfirferð í tölti og 8,50 í einkunn og fór í 9,21 í B-flokki.
Úrslit voru svohljóðandi:
B flokkur úrslit
Sæti Knapi Hestur Samtals
1 Hans Þór Hilmarsson Síbil frá Torfastöðum 9,21
2 Jakob Sigurðsson Nökkvi Skörðugili 8,86
3 Ísólfur Líndal Vaðall frá Akranesi 8,80
4 Gunnar Arnarsson Frægð frá Auðsholtshjáleigu 8,79
5 Hlynur Guðmundsson Bliki annar frá Strönd 8,69
6 Arnar Bjarki Sigurðarson Kaspar frá Kommu 8,66
7 Sæmundur Þ Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 8,60
8 Magnús Bragi Magnússon Birta frá Laugardal 8,59
9 Helgi Eyjólfsson Stimpill frá Vatni 8,54
A flokkur úrslit
Sæti Knapi Hestur Samtals
1 Tryggvi Björnsson Þyrla frá Eyri 8,74
2 Ísólfur Líndal Gandálfur frá Selfossi 8,57
3 Elsa Hreggviðsdóttir Mandal Ársól frá Bakkakoti 8,51
4 Líney María Hjálmarsdóttir Kunningi frá Varmalæk 8,49
5 Logi Þór Laxdal Vörður frá Árbæ 8,40
6 Jakob Sigurðarson Ægir frá Efri-Hrepp 8,39
7 Elvar Einarsson Mánadís frá Akureyri 8,30
8 Gunnar Arnarson Hreggviður frá Auðholtshjáleigu 8,29
Tölt úrslit
Sæti Knapi Hestur Samtals
1 Hans Þór Hilmarsson Síbil frá Torfastöðum 8,50
2 Magnús Bragi Magnússon Óskasteinn frá Íbishóli 7,70
3 Þór Jónsteinsson Gína Þrastarhóli 7,50
4 Jakob Sigurðsson Kilja frá Grindavík 7,40
5 Gunnar Arnarsson Frægð frá Auðsholtshjáleigu 7,13
6 Tryggvi Björnsson Blær Kálfholti 6,87
7 Sæmundur Þ Sæmundsson Lyfting frá Fyrirbarði 6,83
8 Skapti Steinbjörnsson Blálilja frá Hafsteinsstöðum 6,63
Heimild: is-landsmot.is og isibless.de
