Tveir góðir fiskréttir á lönguföstu

Fiskréttur (myndin tengist ekki uppskriftunum beint).
Fiskréttur (myndin tengist ekki uppskriftunum beint).

Eftir ótal bollu bolludag þjóðarinnar og einhver ósköp af saltkjöti og baunum er okkur víst vænst að snúa okkur að aðeins léttara fæði enda hefst páskafastan að afloknum þessum óhófsdögum. Þá áttu menn, í kaþólskum sið, að gæta hófs í mat og drykk. Það er því ekki úr vegi að birta tvær fiskuppskriftir sem eru reyndar alveg dýrindismatur.

Þessi fiskréttur er í miklu uppáhaldi hjá umsjónarmanni matgæðingaþáttarins. Vonandi fyrirgefur Eva Laufey stuldinn.

Karrý- mangófiskur Evu Laufeyjar

600 g ýsa (má líka nota ann­an fisk)
1 msk. ólífu­olía
2 meðal­stór­ar paprik­ur (rauð og gul)smátt skorn­ar
2 gul­ræt­ur, smátt skorn­ar
2 msk. blaðlauk­ur, smátt skor­inn
1 peli rjómi 
1½ msk. mangó chut­ney
1½ - 2 tsk. karrí
1 msk. fersk stein­selja, smátt söxuð
1 tsk. ferskt timj­an, smátt saxað 
rif­inn ost­ur, magn eft­ir smekk
salt og pip­ar

Aðferð:
Skerið græn­metið niður. Hitið olíu við væg­an hita og steikið græn­metið í svo­litla stund.
Hellið rjóm­an­um sam­an við og bætið fersku kryd­d­jurt­un­um út á pönn­una, leyfið þessu að malla í smá stund við væg­an hita. 
Bætið mangó chut­ney og karríi sam­an við og hrærið vel í. Kryddið til með salti og pip­ar, mjög mik­il­vægt að smakka sós­una á þess­um tíma­punkti. Það get­ur vel verið að þið viljið hafa sós­una sterk­ari eða mild­ari og þá er nauðsyn að dassa sig til. Ef ykk­ur finnst sós­an of þykk þá getið þið bætt smá­veg­is af vatni sam­an við.
Skolið fisk­inn vel og leggið hann í eld­fast mót. Hellið sós­unni yfir og stráið að lok­um rifn­um ost yfir rétt­inn. Setjið fisk­rétt­inn inn í ofn við 190°C í 30 - 35 mín­út­ur.
Berið fram með fersku sal­ati og hrís­grjón­um. 

Hér kemur önnur fiskuppskrift sem áðurnefndum umsjónarmanni matgæðingaþáttarins þykir líka mjög góð. Í þessum uppskriftum er reyndar talað um ýsu en að mati áðurnefndrar er þorskurinn mikið betri fiskur en hver hefur sinn smekk og fylgir bara honum. 

Sælkerafiskur

600 g ýsuflök
1½ dl rjómi
2 msk. tómatkraftur
1½ dl rifinn ostur
2 tsk. kartöflumjöl
¾ tsk. salt
½ tsk. salt

Aðferð:
Hitið ofninn í 225° C. Fiskurinn er skorinn í bita og raðað í eldfast mót. Stráið helmingnum af saltinu yfir fiskinn. Blandið saman rjóma, tómatkrafti, osti og kartöflumjöli, salti og timian. Hellið blöndunni yfir fiskinn og bakið í u.þ.b. 15 mínútur.
Með þessum rétti er gott að bera fram hrísgrjón og ferskt grænmetissalat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir