Tvö skemmtiferðaskip til Sauðárkrókshafnar

Það verður skemmtilegt að fylgjast með þróun ferðamannafjölda næstu árin á Sauðárkróki þar sem margt bendir til að hann eigi eftir að aukast. Í nóvember sögðum við frá því að skemmtiferðaskipið Seabourn Quest hafi boðað komu sína árið 2020 og nú hafa tvö skemmtiferðaskip boðað komu sína til Sauðárkrókshafnar árið 2021, Azamara Journey og Azamara Quest sem bæði eru um 181 metra löng og 30.277 brt. Skipin munu liggja á akkeri og koma með farþega í land með léttabátum.
Þá fer að styttast í opnun sýndarveruleikasetursinsð sem vonast er til að verði ferðamannasegull á svæðið í frantíðinni en samkvæmt Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra, mun það opna nú á vordögum.
Tengd frétt: Skemmtiferðaskip væntanlegt til Sauðárkróks 2020
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.