Tvö stig eftir tvær umferðir
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.05.2014
kl. 10.05
Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli gerði jafntefli við lið Keflavíkur á Nettóvellinum síðastliðinn laugardag. Fyrri hálfleikur byrjaði ekki vel hjá Tindastóli en á 32. mínútu skoruðu Stólastúlkur sjálfsmark og nokkrum mínútum síðar bættu Keflvíkingar við öðru marki og staðan því í hálfleik 2-0 fyrir Keflavík.
Stólastúlkur höfðu svo yfirhöndina í seinni hálfleik en Carolyn Polcari minnkaði muninn fyrir Stólana með marki á 51. mínútu. Hugrún Pálsdóttir bætti svo við öðru marki fyrir Stólana á 70. mínútu og lokatölur leiksins 2-2. Stelpurnar eru nú í 5. sæti riðilsins með 2 stig eftir 2 leiki.