Umferðaslys á Þverárfjalli

Veginum yfir Þverárfjall var lokað um klukkan tíu í gærkvöldi í kjölfar umferðaslyss sem þar varð. Samkvæmt heimildum Mbl.is atvikaðist slysið með þeim hætti að bifreið var ekið á kerru sem önnur bifreið var með í eftirdragi.

Bæði bifreiðin og kerran voru mikið skemmd og bifreiðin í óökufæru ástandi. Var því ákveðið að loka veginum tímabundið. Engin slys urðu á fólki.

Vegurinn var opnaður á ný rúmri klukkustund síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir