Umhverfisdagar Skagafjarðar fara í framlengingu
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
21.05.2025
kl. 08.07
Ákveðið hefur verið að framlengja umhverfisdaga Skagafjarðar 2025 til og með 25. maí sem er laugardagur. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og öðrum hræjum í endurvinnslu. Snyrti til í og við lóðir sínar og lönd, og á nærliggjandi opnum svæðum. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins.