Umhverfisverðlaun Skagastrandar

Mynd tekin af heimasíðu Skagastrandar.
Mynd tekin af heimasíðu Skagastrandar.

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur ákveðið að efna til umhverfisverðlauna í sveitarfélaginu. Þá verða þrenn verðlaun veitt og er fólk hvatt til þess að taka höndum saman og gera fallega bæinn enn fallegri.  

Veitt verða verðlaun í flokkunum

  • Snyrtilegustu og best hirtu götuna.
  • Snyrtilegasta/fallegasta garðinn.
  • Snyrtilegasta fyrirtækið.

Meðlimir í Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa munu skipa dómnefndina þetta árið og munu vera á ferðinni í júlí. Vinningshafar verða tilkynntir í ágúst.

Fleiri fréttir