Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar

Myndarlegur hópur verðlaunahafa: Fv. Helga Sjöfn Helgadóttir, Gunnlaugur Hrafn Jónsson, Margrét Grétarsdóttir, Páll Sighvatsson, Elínborg Bessadóttir, Vésteinn Vésteinsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir sem tók við skildinum fyrir hönd Ásdísar Sigurjónsdóttur, Herdís Sæmundardóttir, Guðmundur Ragnarsson, Ásta P. Ragnarsdóttir, Magnús Sverrissona, Laufey Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason. Mynd PF. Aðrar myndir aðsendar.
Myndarlegur hópur verðlaunahafa: Fv. Helga Sjöfn Helgadóttir, Gunnlaugur Hrafn Jónsson, Margrét Grétarsdóttir, Páll Sighvatsson, Elínborg Bessadóttir, Vésteinn Vésteinsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir sem tók við skildinum fyrir hönd Ásdísar Sigurjónsdóttur, Herdís Sæmundardóttir, Guðmundur Ragnarsson, Ásta P. Ragnarsdóttir, Magnús Sverrissona, Laufey Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason. Mynd PF. Aðrar myndir aðsendar.

Í síðustu viku voru umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar veittar við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur haft umsjón með útnefningu þessara viðurkenningar fyrir sveitarfélagið sl. 15 ár og er hans helsta fjáröflun. Í ár voru veittar viðurkenningar í sex flokkum og hafa þá verið veittar 94 viðurkenningar á þessum 15 árum.

 

Það var Erla Björk Örnólfsdóttir, formaður klúbbsins, sem afhenti viðurkenningarnar sem að þessu sinni komu í hlut eftirfarandi:

Hátún 1, býli með búskap. Eigendur Gunnlaugur Hrafn Jónsson og Helga Sjöfn Helgadóttir.

Syðra-Skörðugil, býli án búskapar. Ásdís Sigurjónsdóttir og Einar E. Gíslason, sem lést fyrir skömmu.

Ekki var hægt að gera upp á milli tveggja garða svo það voru veittar tvær viðurkenningar í flokknum lóð í þéttbýli. Annars vegar komu þær í hlut Ástu Pálínu Ragnarsdóttur og Magnúsar Sverrissonar í Drekahlíð 8 og hins vegar Margrétar Grétarsdóttur og Páls Sighvatssonar, Brekkutúni 4. Báðir garðarnir eru á Sauðárkróki.

Hóladómkirkja þótti skarta fallegustu lóð við opinbera stofnun og tóku formaður sóknarnefndar, Laufey Guðmundsdóttir, og organistinn, Jóhann Bjarnason, við viðurkenningaskildinum.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegasta umhverfi við fyrirtæki hlaut Bændagistingin á Hofsstöðum. Gestgjafar og eigendur þar eru hjónin Elínborg Bessadóttir og Vésteinn Vésteinsson.

Viðurkenningu fyrir einstakt framtak féllu í skaut þeim Herdísi Sæmundardóttur og Guðmundi Ragnarssyni en þau stóðu að því að reisa minnisvarða um Hrafna-Flóka í mynni Flókadals í Fljótum og vígt var árið 2012.

Nánar er hægt að lesa um viðurkenningarnar í Feyki vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir