Ungmennafélagið Grettir í Miðfirði 80 ára
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.11.2008
kl. 08.45
Á morgun laugardag verður haldið uppá 80 ára afmæli Ungmennafélagsins Grettis í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka.
Dagskrá hefst með fjölskylduskemmtun kl. 14:00 þar sem meðal annars verður afmæliskaffi, spurningakeppni, bingó og ljósmyndasýning af starfi félagsins í gegnum árin.Kl. 20:30 hefst kvölddagskrá með frumflutningi Leikfélagsins Grettis á leikritinu Jón og Hólmfríður í leikstjórn Aðalbjargar Þóru Árnadóttur þar sem leikarar úr félaginu láta ljós sitt skína á sviðinu.Afmælisdagskrá lýkur með dansleik þar sem hljómsveitin Lexía ásamt Tríó Ragnars Leví munu spila fyrir dansi fram á rauða nótt. Aldurstakmark 16 ára