Upp með lopapeysurnar
feykir.is
Uncategorized
19.03.2010
kl. 13.25
Ragnheiður Eiríksdóttir, áhugamanneskja um prjónaskap, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún óskar eftir Skagfirðingum í lopapeysum. Taka á upp mynddisk um lopapeysuprjón á morgun og biður hún alla Skagfirðinga sem vettlingi til að mæta í Skagfirðingabúð klukkan 17:30 og að sjálfsögðu í lopapeysu.
Ragnheiður er að taka upp nýja prjónadisk og fara tökurnar að mestu fram í Skagafirði en langamma og langafi Ragneiðar bjuggu við Kárastíg á Hofsósi.