Uppbygging gengur vel á Tjörn
Nú er búið að rífa allt utan af tengibyggingunni sem hér er, sem og allt var rifið innan úr byggingunni. Það sem stóð eftir var grunnur, plata og útveggir, segir Júlíus á Tjörn en nú stendur uppbygging sem hæst á bænum eftir brunann í vetur.
-Búið er að einangra og klæða alla bygginguna að innan, komið nýtt þak og leggja rafmagn. Verið er að setja upp innveggina þessa dagana en byggingunni verður mikið breytt frá fyrra horfi og færð meira í átt til nútímans. Það voru 3 herbergi í húsinu áður, það er að segja lítið búr innaf eldhúsinu, bak andyri þegar farið var í útihúsin sem og stórt kalt búr þar sem frystikistur voru sem og matvörulager.Nýja fyrirkomulagið verður þannig að annarri hurðinni inn í eldhúsið er lokað núna og stækkar eldhúskrókurinn til muna við það. Andrið verður helmingi stærra en var og kalda búrið/geymslan verður stærri og bjartari og vinnuaðstaða við haustmatinn allt önnur og betri.Byggingin er öll bjartari og rúmbetri fyrir bragðið, segir Júlíus.
Nú er búið að tengja fast rafmagn í íbúðarhúsið,skipta um töflu í húsinu og skipta um kerfi sem hitar upp vatnið og einnig er komin ný digitaltafla og stór hitakútur í stað kerfisins sem var áður. Þá er búið að grafa skurði á milli húsa og verður rafmang lagt að nýju í útihúsin sem sluppu frá eldinum það er hænsnakofann og fjárhúsin og stendur til að það verði gert í dag.
-Ég er komin með 15 hænur sem upphaflega eru héðan, unga fugla og verpa þær vel og vegna þess að rafmagnið er að komast á í útihúsunum verður sett í 120 eggja vél í dag 21. júlí. Sjálfur er ég búinn að útbúa mér bráðabirða aðstöðu í fjárhúsunum fyrir unga og get því farið að unga út til að fjölga hjá mér og ná upp í sama fjölda og ég var með fyrir brunan. Þar sem ég er að fá rafmagnið í fjárhúsin þá hef ég nú möguleika á að nota hitaperur yfir ungunum og hef rafmang fyrir útungunarvél og ekkert því til fyrirstöðu að byrja útungun og stækka stofninn enda tekur það mig 6 mánuði að fá fugla í varp eftir að þeir koma úr eggjum, segir Júlíus sem lætur ekki deigan síga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.