Uppbygging við Staðarbjargavík fékk ríflega 60 milljón króna styrk
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
02.05.2025
kl. 09.15

Hér sést hvernig gert er ráð fyrir að aðkoma verði í Staðarbjargavík að loknum framkvæmdum. MYND AF VEF STJÓRNARRÁÐSINS
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði í vikunni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Að þessu sinni hljóta 28 verkefni styrk úr sjóðnum. Heildarúthlutun er 553,2 milljónir króna og dreifast verkefnin um land allt. Næsthæsti styrkurinn, rúmar 60 milljónir króna, fer til uppbyggingar við Staðarbjargavík fyrir neðan sundlaugina góðu á Hofsósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.