Upphitun fyrir unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki

UMSS er byrjað að hita upp fyrir unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina og ætlar að bjóða Skagfirðingum upp á Hreyfiviku sem hefst mánudaginn 14. júlí.

Í hreyfiviku eru þrír minni viðburðir sem bjóða upp á mismunandi hreyfingu fyrir ólíka markhópa.

Við vonum að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og taki þátt í þessu með okkur.

Allir viðburðir eru ókeypis !

 

14. júlí - Ævintýra og fjölskyldustund í Litla-Skógi

Unnið verður með upplifun í náttúrunni, norrænar aðferðir, útieldun ef veður leyfir og útileiki.

Tilgangur okkar er að gefa foreldrum hugmyndir af samverustundum, stunda útilíf og hreyfingu með börnum sínum.

Rannsóknir sýna að börn sem stunda útivist og hreyfingu með foreldrum sínum eru líklegri til að tileinka sér þann lífsstíl síðar meir.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest !

Mæting kl 17:00 í Litla-Skóg ( bak við heimavistina).

Umsjónarmenn: Pálína Ósk Hraundal og Kolbrún Marvía Passaro

 

16. júlí - Hreyfing og fræðsla fyrir 50 ára eldri.

Rannsóknir hafa sannað áhrif hreyfingar á heilbrigði og lífsgæði á öllum lífskeiðum.

Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir íþróttakennari og framkvæmdarstjóri UMSS býður okkur upp á fræðslu um hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl. Hún sýnir okkur nokkrar góðar æfingar og fer með okkur í gegnum helstu atriði þess sem þarf að huga að.

Mæting kl 16:30 á Frjálsíþróttavöllinn

 

17. júlí - Hreyfing í boði Þreksports

Guðrún Helga Tryggvadóttir einkaþjálfari og einn af eigandum Þreksports býður okkur í Litla- Skóg þar sem hún ætlar að sýna okkur nokkrar góðar æfingar sem hægt er að gera í náttúrunni án tækja og tóla.

Hver stjórnar sínum hraða.

Það er um að gera að mæta og nota þetta flotta tækifæri til þess að sjá, upplifa og læra af þessari orkumiklu konu.

Mæting kl 17:10 – 18.00 í Litla- Skóg (bak við heimavistina)

Vonumst til að sjá ykkur sem flest !

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir