Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Mynd:FE
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Mynd:FE

Laugardaginn 7. desember kl. 15:00 verður lesið úr nokkrum nýjum bókum á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.

Sr. Sigurður Ægisson frá Siglufirði, mun kynna og lesa upp úr bók sinni Gústi (Gústi guðsmaður) og Sigurður H. Pétursson, frá Merkjalæk kynnir og les upp úr bók sinni Innbrotið.

Þá mun Sigurjón Guðmundsson lesa upp úr bókinni Kindasögur, höfundar Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson og Kolbrún Zophoníasdóttir les upp úr bókinni Uppskriftir stríðsáranna, eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur en þar er leitað í handskrifaðar matreiðslubækur systranna frá Tjörn á Skaga, þ.e. Sigurlaugar og Guðbjargar Sveinsdætra en þær stunduðu báðar nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum.

Eftir lesturinn verður gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur –

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir