Upplestur á Heimilisiðnaðarsafninu

Sunnudaginn 8. desember kl. 17:00 (ath. breytta tímasetningu) verður Upplestur á aðventu haldinn á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Í upphafi verður á boðstólum heitt súkkulaði, kaffi og smákökur en síðan lesið upp úr bókum eða þær kynntar. Eftir upplesturinn verður hægt að spjalla við höfunda og kaupa áritaðar bækur.

Lesið verður upp úr eftirtöldum bókum:

Alla mína stelpuspilatíð - höfundurinn Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, kynnir og les.

Í norðanvindi og vestanblæ - ljóðabók, höfundur Jón Rúnar Kristjánsson. Kolbrún Zophoníasdóttir, kynnir og les.

Paradísarstræti - höfundur Ulla Lachauer - þýdd af Sigurði H. Péturssyni og Pétri M. Sigurðssyni. Kristín Guðjónsdóttir, kynnir og les.

Ferðamál á Íslandi - höfundar Edward Hákon Huijbens og Gunnar  Þór Jóhannesson. Gunnar Þór Jóhannesson, kynnir og les.

Ljós og Náttúra Norðurlands vestra - ljósmyndabók eftir Rúnar Hilmarsson. Höfundurinn kynnir bókina.

Fleiri fréttir