Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts
Á laugardag var uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts haldin í félagsheimilinu Ásbyrgi. Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir sagði frá því sem hefur verið gert á árinu. Þórir Ísólfsson var með reiðþjálfun fyrir krakkana, níu krakkar tóku þátt í Knapamerki 1, tíu stelpur fóru með atriði á Æskan og hesturinn í Reykjavík og fengu þær mikið hrós fyrir atriðið, haldinn var leikjadagur fyrir krakkana og var farið í sameiginlegan reiðtúr.
Viðurkenningar voru veittar fyrir Fimleika á hesti, reiðþjálfun hjá Þóri Ísólfssyni, Knapamerki 1, þátttöku í sýningum á árinu og svo til Litlu snillinganna. Fengu krakkarnir einnig að gjöf höfuðleður og nasamúl, en þess má geta að verslunin Hestar og menn styrktu Æsulýðsnefndina vegna gjafanna.
Að lokum veitti Sigrún Kristín Þórðardóttir viðurkenningar fyrir knapa ársins. Knapi ársins 2010 í barnaflokki er Viktor Jóhannes Kristófersson. Knapi ársins í unglingaflokki er Fríða Marý Halldórsdóttir.
Ný Æskulýðsnefnd tók svo til starfa og mun hún starfa fram að næstu uppskeruhátíð. nefndina skipa þær Sigrún Eva Þórisdóttir, Irina Kamp, Aðalheiður Einarsdóttir, Þórdís Helga Benediktsdóttir og Guðný Helga Björnsdóttir. Formaður nefndarinnar er Gréta Brimrún Karlsdóttir.
/Norðanátt