Uppskeruhátíð búgreinasamtaka í Húnaþingi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.11.2008
kl. 08.30
Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu verður haldin í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, laugardaginn, 29. nóvember n.k. Hátíðin hefst með fordrykk kl. 20:30. Á boðstólum verður dýrindis veislumáltíð og að henni lokinni verður stiginn dans. Veislustjórn verður í höndum Gríms Atlasonar, hljómleikahaldara og sveitarstjóra Dalabyggðar.
Takið kvöldið frá en hátíðin verður nánar auglýst í Glugganum á næstunni. Þeir sem ekki þurfa að hugsa sig tvisvar um geta pantað miða nú þegar hjá eftirtöldum aðilum: Björn Magnússon s: 895 4473, Sigurlaug Markúsdóttir s: 691 8228, Erna Högnadóttir s: 866 9144 eða Hjörtur Karl Einarsson s: 861 9816.