Úrslit í Opna Icelandair mótinu í golfi
Opna Icelandair mótið í golfi var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn sunnudag. Ásgeir Björgvin Einarsson frá GSS sigraði í punktakeppni með forgjöf og Arnar Geir Hjartarson frá GSS sigrði í punktakeppni án forgjafar. Í dag hefst svo Meistaramót barna og unglinga 16 ára yngri og því lýkur föstudaginn 4. júlí.
Úrslit í punktakeppni með forgjöf:
1. Ásgeir Björgvin Einarsson GSS – 39 punktar
2. Árný Lilja Árnadóttir GSS – 36 punktar
3. Ingibjörg Guðjónsdóttir GSS – 36 punktar
Úrslit í punktakeppni án forgjafar:
1. Arnar Geir Hjartarson GSS – 34 punktar
2. Ingvi Þór Óskarsson GSS – 32 punktar
3. Hlynur Þór Haraldsson GSS – 29 punktar.
Á vef Golfklúbbs Sauðárkróks kemur einnig fram að Meistaramót barna og unglinga 16 ára og yngri hefst í dag og lýkur föstudaginn 4. júlí. Hugsanlegt er þó að mótið verði lengt ef veðurspáin gengur eftir, en það mun koma í ljós þegar líður á vikuna.