Úrslit ljós í Skagabyggð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.05.2014
kl. 22.06
Í Skagabyggð fóru fram óbundnar kosningar, þar sem enginn listi kom fram áður en framboðsfrestur rann út. Á kjörskrá í Skagabyggð voru 71. Atkvæði greiddu 45, sem er 63,4% kjörsókn, álíka og árið 2010. Enginn seðill var auður eða ógildur.
Aðalmenn í hreppsnefnd næstu fjögur árin eru:
Vignir Ásmundur Sveinsson, Höfnum - 37 atkvæði
Helga Björg Ingimarsdóttir, Höfnum - 35 atkvæði
Magnús Bergmann Guðmannsson, Vindhæli - 30 atkvæði
Magnús Jóhann Björnsson, Syðra-Hóli - 18 atkvæði
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Ytra-Hóli 1 - 16 atkvæði