Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til stjórnlagaþings sem fram eiga að fara laugardaginn 27. nóvember 2010 er hafin hjá sýslumanninum á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 – 15:00 eða eftir nánara samkomulagi.
Eftirtaldir hafa verið skipaðir til að gegna starfi hreppsstjóra vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu:
Húnaþing vestra:
Helena Halldórsdóttir, Grundartúni 14, Hvammstanga, skv. samkomulagi / s-893-9328
Sveitarfélaginu Skagaströnd:
Lárus Ægir Guðmundsson, Einbúastíg 2, Skagaströnd, skv. samkomulagi / s-864-7444.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 16:00, fjórum dögum fyrir kjördag.
Það skal tekið sérstaklega fram að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannaembættum landsins.
Blönduósi, 8. nóvember 2010
Bjarni Stefánsson
sýslumaður