Útgáfuhóf Húnavöku og Milli fjalls og fjöru

Á fimmtudaginn fyrir viku var blásið til útgáfuhófs í Eyvindarstofu á Blönduósi vegna útgáfu 54. árgangs Húnavöku og ferðabæklings fyrir Austur-Húnavatnssýslu sem ber heitið „Milli fjalls og fjöru.“

Fjölmargir mættu og kynntu sér útgáfuna og þáðu kaffi og kleinur í tilefni dagsins. Ingibergur Guðmundsson ritstjóri Húnavöku sagði frá helsta efni ritsins og rakti sögu þess og Valgarður Hilmarsson sagði frá tilurði hins nýja ferðabæklings sem er sérlega veglegur. Nánar er sagt frá þessu í máli og myndum í 21. tölublaði Feykis sem kom út í dag.

Fleiri fréttir