Vakti athygli fyrir veiðar nálægt Vesturós Héraðsvatna

Þorleifur á netaralli. Aðsend mynd.
Þorleifur á netaralli. Aðsend mynd.

Þær vöktu athygli, er til sáu, ferðir fiskiskips alveg í botni Skagafjarðar sl. fimmtudagskvöld, „nánast undir brúargólfinu á vestari kvísl Héraðsvatna“, eins og eigandi myndar komst að orði í pósti til Feykis. Fannst viðkomandi að skipið væri komið full nálægt landi eða ós Héraðsvatnanna.

Ferðir Þorleifs sl. fimmtudag vakti athygli lesanda Feykis.

Þegar Feykir leitaði skýringa hjá Skagafjarðarhöfnum upplýstist að fleyið, Þorleifur EA 88, er í svokölluðu netaralli fyrir Hafrannsóknarstofnun. Samkvæmt Fiskistofu landaði Þorleifur rúmum 6,6 tonnum daginn eftir á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir