Varmahlíðarskóli sigraði Norðurlandskeppni Skólahreystis
Varmahlíðarskóli sigraði í sínum riðli í Norðurlandskeppninni í Skólahreysti sem haldin var á Akureyri þann 12. mars sl. Skólinn var með 54 stig en á eftir þeim kom Dalvíkurskóli með 48 stig og í því þriðja hafnaði Grunnskólinn á Hólmavík með 41 stig.
Keppendur fyrir hönd Varmahlíðarskóla voru Sigfinnur Andri Marinósson, Vésteinn Karl Vésteinsson, Rósa Björk Borgþórsdóttir og Fríða Isabel Friðriksdóttir. Varamenn voru Einar Örn Gunnarsson og Sigríður Vaka Víkingsdóttir.