Varmahlíðarskóli sýnir Kardimommubæinn

Það verður kátt í Miðgarði á miðvikudaginn kemur, þann 6. nóvember, þegar bíræfnir ræningjar, Soffía frænka og fleiri vel kunnar persónur stíga þar á svið. Það er 1.-6. bekkur Varmahlíðarskóla sem ætlar að sýna þar hið vinsæla leikrit Kardimommubæinn eftir Thorbjørn Egner í leikstjórn Söru Gísladóttur og undirleikari er Stefán R. Gíslason. Sýningin hefst kl. 17:00.

Í auglýsingu um sýninguna á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir:

Ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan þarf vart að kynna. Þeir búa fyrir utan Kardimommubæ og fara reglulega í ránsferðir. Þeir ræna Soffíu frænku til að láta létta undir hjá sér við eldamennsku og þrif en það reynist örlagarík ákvörðun. Framhaldið verður alls ekki eins og þeir höfðu hugsað sér. Allt endar þó vel eftir fangelsisvist og hetjudáð ræningjanna þegar þeir slökkva eld í turni bæjarins.

Aðgangseyrir á sýninguna er 2.000 kr. fyrir 16 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri utan Varmahlíðarskóla. Ekki er tekið við greiðslukortum. Frístundastrætó gengur frá Sauðárkróki, Hofsósi og Hólum. 

Aðeins þessi eina sýning!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir