Vatnsdalsvegi lokað vegna vatnavaxta

Frá vatnavöxtum í Vatnsdal sl. vor. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson
Frá vatnavöxtum í Vatnsdal sl. vor. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að Vatns­dals­vegi hef­ur verið lokað við bæ­inn Hjalla­land vegna vatna­vaxta. Á vefnum kemur fram að skemmd­ir vegna vatna­vaxta séu all­víða, ekki síst á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi.  

Á vef Veðurstofu Íslands, vedur.is, segir að í dag verði suðaustan átt, 5-13 m/sek sunnan- og vestanlands, en annars breytileg átt, 3-8 m/sek. Rigning verður í flestum landshlutum en dregur úr úrkomu er líður á daginn, fyrst sunnan- og austantil. 

Í landshlutaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra er spáð norðaustan og austan 8-13 m/sek á annesjum í dag en annars hægari suðlægri eða breytileg ri átt. Í dag verður rigning en draga á úr úrkomu seinnipartinn í innsveitum og í kvöld verður úrkomulítið. Skýjað að mestu á morgun en þurrt að kalla og þokuloft við ströndina. Hiti verður 7 til 13 stig  en heldur hlýnandi á morgun.

Reiknað er með mildu veðri fram eftir næstu viku.

 

Uppfært: Vegurinn var opnaður aftur um klukkan 11 skv. vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir