Vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður
Í frétt á vef RUV segir að vörubíll og hestaflutningabílar hafi farið út af veginum í hálkunni og fóru starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvang til aðstoðar þeim bílstjórum sem eru í vanda.
Víða er leiðindaveður á Norðurlandi og er krap eða snjóþekja og éljagangur á flestum vegum í Húnavatnssýslu, svo og á Þverárfjalli, í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði þar sem einnig er skafrenningur og hvassviðri. Þá er krap eða snjóþekja og snjókoma á Siglufjarðarvegi utan við Ketilás. Hálka er á fleistum leiðum í Skagafirði.
Sjá nánar á vegagerdin.is.