Vélavarðanám boðið í síðasta skipti
Vegna breytinga á námskrá við FNV verður boðið upp á Vélavarðarnám í síðasta skipti sem gefur 500 hestafla atvinnuréttindi eftir 6 mánaða siglingatíma. Námið tekur eina önn og verður það á vorönn 2009 ef næg þátttaka fæst.
Þau fög sem tilheyra þessu námi eru VST 127, SMÍ 104, MLS 102, RAF 113 og SKY 101 eða Slysavarnarskóli sjómanna.
Eftir að vélavarðanámi er lokið geta nemendur haldið áfram eftir nýju námskránni og tekið A réttindi í vélstjórn sem gefur 1000 hestafla réttindi. Áhugasamir geta skráð sig á skrifstofu FNV í síma 455 8000 .