Vélsleði brann við Sauðárkróksbraut
feykir.is
Skagafjörður
10.02.2016
kl. 16.23
Eldur kviknaði í vélsleða á Sauðárkróksbraut sunnan við Sauðárkrók, skammt hjá Félagsheimilinu Ljósheima, í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Skagafjarðar urðu engin slys á fólki en vélsleðinn er ónýtur.
Tilkynningin um eldinn barst um kl 13:40 og gekk slökkvistarf greiðlega.
