Verðmætabjörgun á Borgarhálsi

Björgunarsveitin var aftur í dag kölluð út í  verðmætabjörgun en flutningabíll valt í nótt á Borgahálsi í Bæjarhreppi.

Þetta er í annað skifti á viku sem við lendum í að verðmætabjörgun vegna flutningabíla sem hafa oltið, hinn bíllinn valt á Holtavörðuheiði s.l. þriðjudag. En þessi bíll sem valt í nótt var að flytja frosna rækju til Hólmavíkur er hann lenti út af og valt, vel gekk að losa farmin og voru okkar menn komnir aftur heim síðdegis. Á leiðinni vestur í Bæjarhrepp komum við að umferðaslysi í austanverðum Hrútafirði en þar hafði jepplingur lent utan vegar og oltið, engin slys urðu á fólki.

Fleiri fréttir