Við vorum hökkuð

Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á stýrikerfi Feykis.is um helgina með þeim afleiðingum að loka þurfti vefnum í gær á meðan á viðgerð stóð. Ekki er vitað hvort þessi óvænta árás koma innan lands frá eða utan en viðgerð er nú að mestu lokið þó svo að einhver vandræði séu enn með myndir. Við biðjum lesendur síðunnar afsökunar á óþægindum sem þetta óvænta hrun Feykis.is kann að hafa valdið.

Fleiri fréttir