Víða hálka og skafrenningur

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir og skafrenningur á flestum leiðum á láglendi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka á Þverárfjalli og hálka og skafrenningur frá Hofsós að Ketilás. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er frá Ketilás að Siglufirði. 

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er austan 10-18 m/s og él, hvassast á annesjum. Frost 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Austan 8-13 m/s, en 15-18 syðst. Él SA-lands, en annars víða bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig við S- og V-ströndina, en annars vægt frost.

Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum, en yfirleitt frostlaust við sjávarsíðuna að deginum.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Líkur á norðaustanátt með kólnandi veðri. Dálítil él fyrir norðan og austan, en annars bjartviðri.

Fleiri fréttir