Viðbrögð við úrslitum kosninga

Í 21. tölublaði Feykis sem út kom í dag er rætt við oddvita þeirra lista sem náðu meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum sl. laugardag. Einnig eru birt úrslit kosninganna í öllum sjö sveitarfélögunum á Norðurland vestra.

Í Skagafirði vann Framsóknarflokkurinn kosningasigur og fékk fimm menn kjörna en sjálfstæðismenn tvo, og vinstri grænir og óháðir og Skagafjarðarlistinn einn mann hvor.

Á Skagaströnd hlaut Skagastrandarlistinn 65% atkvæða sem er mesta fylgi listans frá því hann bauð fyrst fram árið 1994. Adolf Berndsen er oddviti listans.

Á Blönduósi náði L-listinn með Valgarð Hilmarsson í Broddi fylkingar meirihluta.Hlaut hann 51% atkvæða á móti 49% atkvæða J-listans.

Í Húnaþingi vestra hlaut N-listinn meirihluta eða 59,2 % atkvæða en framsóknarflokkurinn 40,8%. Oddviti N-listans, Nýs afls, er Valborg Hilmarsdóttir.

Í Húnavatnshreppi komu rúm 60% atkvæða í hlut A-lista en 38% féllu í hlut E-listans. Oddviti A-listans er Þorleifur Ingvarsson.

Á Akrahreppi og Skagabyggð voru óhlutbundnar kosningar.

Fleiri fréttir