Vígsla Verknámshúss FNV

Síðastliðinn laugardag var haldin vígsla Verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra að viðstöddu fjölmenni og mannvirkið formlega afhent skólanum til afnota. Glæsilegt hús í alla staði.

Margir tóku til máls og ýmist sögðu frá byggingaferlinu, samvinnu þeirra er að verkinu komu, eða þökkuðu fyrir gott  samstarf sem tóks í alla staði með ágætum. Skólanum bárust gjafir sem eiga eflaust eftir að koma sér vel á komandi tímum.

Einnig var kynnt ný starfsemi innan veggja skólahússins en það er svokölluð FabLab stofa sem gerir hugmyndaríku fólki kleift að vinna hugmyndir sínar með tölvutækninni og fullgera þær. Verknámshúsið er vel tækjum búið en mikil endurnýjun hefur átt sér stað í þeim efnum undanfarin misseri og má segja að FNV sé í fremstu röð hvað það varðar á landsvísu.

Yfirumsjón hönnunar og þarfagreiningr var í höndum verkfræðistofunnar Stoð á Sauðákróki en aðalverktaki var Eykt ehf.

Fleiri fréttir