Vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð

Haldið verður upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð nk. fimmtudag, þann 29. ágúst. Afmælishátíðin hefst klukkan 14:00 með skrúðgöngu frá Varmahlíðarskóla en að henni lokinni tekur við dagskrá með ræðuhöldum, dansi og söng og einnig verður boðið upp á kaffiveitingar. 

Í framhaldi af afmælinu verður keppt í Grettissundi en það er er 500 metra sund með frjálsri aðferð, opið öllum Skagfirðingum búsettum í Skagafirði. Sundið er fyrir fólk á öllum aldri og synt er í kvenna- og karlaflokki. Áætlað er að Grettissund hefjist kl. 15:30. Skráning í sundið er hjá Línu í síma 861-6801. 

Allir eru velkomnir til hátíðahaldanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir