Vika í sveitarstjórnarkosningarnar
Í dag er vika í sveitarstjórnarkosningarnar 2014 og vekjum við athygli á Kosningavef Feykis.is en þar má finna ýmsar fréttir og aðsendar greinar, bæði frá frambjóðendum og kjósendum.
Í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út á fimmtudag má lesa greinar frá öllum framboðslistunum á Norðurlandi vestra þar sem greint er frá helstu málefnum listana og fyrir hvað þeir standa.
Í næsta Feyki, sem kemur út nk. miðvikudag, og verður seinasta blaðið fyrir kosningar, munu framboðslistarnir svara í stuttu máli tveimur spurningum sem Feykir lagði fyrir þá.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
- Fyrir hverju ætlar listinn að beita sér á næsta kjörtímabili ef hann hlýtur kosningu?
- Hvaða kostum telur þú að sveitarfélag þitt búi yfir og hvaða tækifæri mætti nýta betur?
Við hvetjum kjósendur til að kynna sér málefni framboðslistana og vonandi mun umfjöllunin í blaðinu og Kosningavef Feykis.is koma að gagni við gera upp hug ykkar fyrir kjördag.