Víkingar í Ásbyrgi
Fyrr í vikunni var haldinn fundur í Ásbyrgi á vegum Grettistaks og áhugamanna um siði og lifnaðarhætti víkinga. Fundinn sóttu sextán forvitnir og mjög áhugasammir, nokkrir í viðeigandi klæðnaði, og ræddu um tilvonandi námskeið, t.d. í búningagerð, bogfimi og skylmingum, handverki og öðru. Munu Grettistak og Bardúsa vinna að þeim námskeiðum saman, allt eftir eðli þeirra.
Þá kom fram á fundinum að stefnt er að því að stofna félag í kringum starfsemina og halda fljótlega námskeið í búningagerð.
GK /Norðanátt