VIlja byggja upp torfærubraut
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
13.10.2008
kl. 07.48
Hreppsnefnd Skagstrandar hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórn MX-klúbbsins á Skagaströnd um málefni hans og uppbyggingu á torfærubraut.
MX-klúbburinn hefur þegar fengið úthlutað svæði fyrir torfærubraut og óskar stjórn klúbbsins eftir einnar milljónar krónu framlagi sveitarfélagsins í uppbyggingu á torfærubraut.