Vilja fara hægar í sakirnar

 Dómsmálaráðherra heimsótti Skagafjörð nú á mánudag þar sem hún fundaði með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sýslu- sveitastjórnar- og lögreglumönnum. Ástæða fundarins var fyrirhuguð fækkun lögregluembætta og færsla þeirra hér á svæðinu undir Akureyri.

Að sögn Bjarna Jónssonar sem sat fundinn fyrir hönd Skagafjarðar vildu Skagfirðingar að hægar yrði farið í sakirnar og byrjað með auknu samstarfi og sameiningu á Norðurlandi vestra. –Auk þessa báðum við um að staðið yrði vel að öllu varðandi starfsmannamál auk þess sem fara þarf vel yfir þjónustuþáttinn, öryggi og samfélagslegan kostnað af breytingu sem þessari, segir Bjarni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir