Vill fá leyfi til að reka bakarí í bílskúr

Skipulags byggingar og veitunefnd Blönduósbæjar hefur frestað afgreiðslu á erindi Guðmunar Paul Jónssonar um leyfi til breytingar á byggingaleyfi og að fá að nota bílskúrinn að Brekkubyggð 6 undir bakari þar til umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra auk grendarkynningu liggur fyrir.

Sótti Guðmundur um leyfið með tilvísinun í  grein 4.2.1 í byggingareglugerð 441/1997, þar sem opnað er á atvinnustarfsemi í íbúðahverfum, sé ákverðnum skilyrðum fullnægt, s.s að fyrir liggi jákvæð umsögn heilbrigðisyfirvalda og samþykki nágranna.

Fleiri fréttir