Villtir Svanir í félagsheimilinu Bifröst
Tónleikarnir VILLTIR SVANIR OG TÓFA (án tófu) verða nú haldnir enn eina ferðina, föstudaginn 21. júní í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkrók.
Félagsskapurinn Villtir Svanir og Tófa, varð til árið 2008 þegar gítarleikarinn Þórólfur Stefánsson (tófan) í miklu heimþráarkasti vildi komast heim í fjörðinn sinn fagra og spila Rokk með vinum sínum á staðnum (Villtir Svanir). Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og óhætt er að segja að góð hefð sé komin á þennan viðburð.
Þetta er grasrótarhreyfing. Fólk kemur saman til að skemmta sjálfum sér og öðrum. Skagafjörðurinn elur af sér einstaka snillinga og flestir þeirra hafa ljáð VSOT krafta sína oftar en einu sinni, eins og dæmin sanna. https://www.youtube.com/watch?v=WQoNax-Vcic&fbclid=IwAR1sYg3QlQPpeXoqWSu7JLzev-hFA-w7z9smUl_DEHMejI6JfF5WMBjFMuM
Margir brottfluttir Skagfirðingar hafa komið fram á þessum tónleikum. Einnig hafa margir góðir gestir, án sýnilegra tengsla við fjörðinn, ljáð okkur krafta sína og óhætt er að segja að ”samvinnuandinn" hafi ráðið ríkjum í þessari fylkingu og menn telja ekkert eftir sér.
Það er mín einlæga von og ósk að þessi einstaki viðburður lifi sem lengst og haldi áfram að veita mönnum , konum, gamalmennum og börnum, gleði sem lengst (að ótöldum blessuðum dýrunum okkar).
Ást & friður
Sagði Þórólfur Stefánsson (gítarleikari og Tófa) í samtali við blaðamann Feykis.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og miðaverðið er 1000 kr. athugið enginn posi verður á staðnum.
Fram koma: Villtir Svanir, Ouse og Elijah Midjord, Sheepriver-Hookers, Dætur Satans, Nýríki Nonni, Norðan 3 og fleiri.
/EÍG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.