Vísindi og grautur - Norðurstrandarleið

Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands verður með fyrirlestur í Háskólann á Hólum á vegum Vísinda og grautar (Science and Porridge). Norðurstrandarleið, Arctic Coast Way, verður umræðuefnið og er allir velkomnir en fyrirlesturinn verður haldinn þann 4. mars og hefst klukkan 13:00.

„Norðurstrandarleið er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað. Ferðamannavegir eru þekktir í ferðaþjónustu víða um heim, sem tæki til þess að beina ferðamönnum eftir ákveðnum leiðum um skilgreind svæði. Norðurstrandarleið fer um alla strandlengju Norðurlands, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Samtals er leiðin um 900 kílómetra löng, með 21 bæ eða þorp og sex eyjum sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferðafólk sem fer þessa leið fær tækifæri til að ná betri tengslum við náttúruna, litskrúðugt menningarlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægt við norðurheimskautsbauginn,“ segir í tilkynningu um atburðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir