WR Hólamót um síðustu helgi
Um síðustu helgi var haldið íþróttamót Hestamannafélagsins Skagfirðings og UMSS í hestaíþróttum, svokallað World Ranking mót, að Hólum í Hjaltadal. Um 170 keppendur voru skráðir til leiks og keppt í 19 keppnisgreinum.
Á heimasíðu Skagfirðings segir að mótið hafi gengið vel í því blíðskaparveðri sem skaparinn bauð upp á og tímaáætlanir og dagskrá stóðust með ágætum. Knapar komu víða að af landinu og um hörkukeppni að ræða hjá margreyndu keppnisfólki og liðsmönnum landsliðshóps LH.
HÉR er hægt að nálgast öll úrslit mótsins.