Yfir 150 skimaðir í dag - Á frívaktinni fellur niður í kvöld

Löng röð myndaðist fyrir utan HSN á Sauðárkróki í morgun en yfir 150 manns voru skimaðir fyrir Kórónaveirunni í morgun. Mynd: Sigurbjörn Björnsson.
Löng röð myndaðist fyrir utan HSN á Sauðárkróki í morgun en yfir 150 manns voru skimaðir fyrir Kórónaveirunni í morgun. Mynd: Sigurbjörn Björnsson.

Ljóst er að Covid smitið á Sauðárkróki hefur víða áhrif þar sem fjöldi fólks er komið í sóttkví og mikið að gera í sýnatökum á heilsugæslunni í morgun. Búast má við einhverjum röskunum í fyrirtækjum og stofnunum í bænum á meðan smitrakningu og sóttkví starfsfólks stendur.

Að sögn Kristrúnar Snjólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingur HSN á Sauðárkróki, segir yfir 150 manns hafa komið í skimun í dag, flestir eftir boðun en aðrir að eigin frumkvæði. „Þetta gekk mjög vel þó einhverjir hafi þurft að bíða aðeins eins og gengur.“

Meðal þeirra sem skimaðir voru í dag eru nokkrir félagar í Leikfélagi Sauðárkróks sem frumsýndi fyrir fullu húsi í gærkvöldi leikritið Á frívaktinni, en nú hefur sýningu verið frestað a.m.k. í kvöld þar til niðurstöður skimana liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir