Ýkt elding klikkar ekki sem lokadansinn – Myndir og myndband

Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið. Dansmaraþonið er liður í fjáröflun í ferðasjóð 10. bekkinga en hefð hefur skapast að fara til Danmerkur á vormánuðum. Krakkarnir dansa sleitulaust í sólarhring og mikil keppni þeirra á milli hverjir ná að klára án þess að sofna.

Hér fyrir neðan eru myndir og myndband frá danssýningunni í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir