Yngri flokkar gera sér glaðan dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
30.10.2008
kl. 08.36
Uppskeruhátíð yngri flokka Hvatar fyrir sumarið 2008 verður haldin laugardaginn 1. nóvember og hefst kl. 14:00 í Íþróttamiðstöðinni. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun og bestu framfarir iðkenda í sumar.
Mömmur og pabbar, ömmur og afar eru hvött til að mæta og taka þátt í starfi barna og barnabarna sinna. Farið verður í fjöruga leiki auk þess sem boðið verður upp á pizzu og drykki.