Ýsuafli aflamarksskipa og krókaaflamarksskipa hlutfallslega hinn sami á milli fiskveiðiára
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.12.2010
kl. 15.07
Á heimasíðu LÍÚ segir að samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu frá 1. september til 29. desember 2010 hafa aflamarksskip veitt 81,32% þess ýsuafla, sem þau veiddu á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári eða alls 10.987 tonn.
Þetta er sama hlutfall og hjá krókaaflamarksskipum, sem hafa veitt 81,43% þess ýsuafla, sem þau veiddu á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári eða alls 6.877 tonn.