Dagur leikskólans! | Ásbjörg Valgarðsdóttir skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
06.02.2025
kl. 13.34
Rauð viðvörun er í dag á Degi leikskólans og allt skólahald liggur niðri í Skagafirði. Leikskólinn minn er lokaður og hefur reyndar verið lítið um að börn hafi fengið að koma þangað síðustu daga vegna verkfalls. Vikurnar fyrir verkfall þurftum við líka að loka deildum og senda börn heim vegna manneklu. Þá þurftu kennarar og annað starfsfólk að hlaupa hraðar til að láta daginn ganga upp. Er það það sem við viljum? Náum við að vinna okkar faglega starf þannig? Náum við að horfa á þarfir hvers og eins og grípa þá sem þurfa meiri aðstoð? Nei, nei það getum við ekki og það er ekki það sem við viljum.
Meira