Fréttir

Stólastúlkur heimsækja Austurberg Aþenu í kvöld

„Það eru allir spenntir fyrir fyrsta leiknum,“ segir Israel Martin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í körfunni, en lið hans spilar í kvöld fyrsta leik sinn í efstu deild körfuboltans á þessari öld. Þrjú lið fóru upp úr 1. deildinni í vor; Hamar/Þór vann deildina, lið Aþenu sigraði úrslitaeinvígi um laust sæti og hafði þá betur í hörku bardaga gegn liði Tindastóls. Síðan gerðist það að Fjölnir dró lið sitt í efstu deild úr keppni og þá var laust sæti fyrir Stólastúlkur.
Meira

Spennandi tímar framundan á Norðurlandi vestra

Sem hluti af undirbúningi við mótun nýs þekkingargarðs á Sauðárkróki fóru á dögunum fjórir valinkunnir Skagfirðingar í ferð til Svíþjóðar. Í frétt á vef SSNV segir að erindi ferðarinnar hafi verið að kynnast starfsemi sambærilegra garða og efla tengsl við fyrirtæki og stofnanir þar í landi. „Það má margt læra af nágrönnum okkar í Svíþjóð sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í nýsköpun og tengingu skóla við atvinnulífið,“ segir í fréttinni.
Meira

Brák og Húnaþing vestra auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs

Brák íbúðafélag hses. og Húnaþing vestra stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Hvammstanga og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Brák. Aðspurð hvort það skorti húsnæði í Húnaþingi vestra segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitatstjóri þörfina vera ansi mikla.
Meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10 ára í dag

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.
Meira

Dansmaraþon Árskóla

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla fer fram dagana 2. og 3. október. Munu nemendur dansa frá kl. 10 á miðvikudegi til kl. 10 á fimmtudegi.
Meira

Umhverfisviðurkenningar ársins 2024 veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar ársins 2024 í Húnaþingi vestra voru veittar þann 26. september 2024 á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Árlega veitir sveitarfélagið þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Í frétt á heimasíðu Húnaþings segir að kallað hafi verið eftir tilnefningum íbúa og nefnd vegna umhverfisviðurkenninga, sem skipuð er af sveitarstjórn, sér um valið.
Meira

Skólabörn frá Blönduósi heimsóttu Borealis Data Center

Í tilefni af Norrænu gagnaversvikunni heimsóttu 12-13 ára nemendur Húnaskóla ásamt kennurum sínum gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi. Var þetta tækifæri fyrir nemendur að fá innsýn í heim gagnavera og kynna sér hlutverk þeirra í hinum stafræna heimi.
Meira

Ferðaþjónustan, ráðherra ferðamála og þingmenn NV funda á Blönduósi

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Markaðsstofa Norðurlands (MN) standa fyrir opnum fundi og bjóða þingmönnum Norðurlands vestra til samtals um uppbyggingu, ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 1. október á veitingastaðnum Teni, Húnabraut 4 á Blönduósi, og stendur á milli kl. 16 og 18. meðfylgjandi er hlekkur Skráning á fundinn!  SAF og MN hvetja leika og lærða til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um ferðaþjónustu í sínu nærsamfélagi.
Meira

Stóru bankarnir hækka vexti á sama tíma um nánast sömu tölur | Bjarni Jónsson skrifar

Þegar stóru bankarnir þrír hækka allir vexti um nánast sömu tölur á sama tíma, vekur það upp áleitnar spurningar um starfsemi þeirra. Vitandi að þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita.
Meira

September kveður með hvítri jörð

Króksarar vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun og sennilega hafa einhverjir gripið í kreditkortið til að skafa af bílrúðunum. Víða er hálka á vegum á Norðurlandi vestra og jafnvel snjór og krapi á Þverárfjallsvegi. Það eru bara blessaðir malarvegirnir sem eru greiðfærir – í það minnsta svona fram eftir morgni. Eftir dumbung og raka helgarinnar stefnir í smá birtu og pínu aukinn yl í dag og vonandi nóg til að hálkan gefi eftir.
Meira