Stólastúlkur heimsækja Austurberg Aþenu í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.10.2024
kl. 09.31
„Það eru allir spenntir fyrir fyrsta leiknum,“ segir Israel Martin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í körfunni, en lið hans spilar í kvöld fyrsta leik sinn í efstu deild körfuboltans á þessari öld. Þrjú lið fóru upp úr 1. deildinni í vor; Hamar/Þór vann deildina, lið Aþenu sigraði úrslitaeinvígi um laust sæti og hafði þá betur í hörku bardaga gegn liði Tindastóls. Síðan gerðist það að Fjölnir dró lið sitt í efstu deild úr keppni og þá var laust sæti fyrir Stólastúlkur.
Meira