Nóg um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.09.2024
kl. 12.49
Fyrsta mót Kaffi Króks mótaraðarinnar fór fram þriðjudagskvöldið 24. sept. og tóku fimmtán manns þátt að þessu sinni. Stemningin var góð og keppt var í þremur riðlum. Að þeim loknum var leikið til úrslita í hverjum riðli fyrir sig og enduðu leikar þannig að í C-riðli var Heiðar Örn sigurvegari. Í B-riðli sigraði Alexander Franz og í A-riðli var það svo Jón Oddur sem stóð uppi sem sigurvegari, glæsilega gert hjá þeim.
Meira