Fréttir

Stundum líður manni eins og við séum að spila berfætt á grýttum malarvelli

„Framundan er árleg vinna við fjárhagsáætlun sem á sér fastan sess í dagatali sveitarfélagsins. Sameining við Skagabyggð er nýlega formfest og nú er hafin vinna við að sameina fjáhag sveitarfélaganna en þau verða gerð upp sem eitt á þessu ári,“ segir Pétur Bergþór Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, þegar Feykir gabbar hann í að svara nokkrum spurningum tengdum Húnabyggð. Sveitarfélagið Húnabyggð varð til við sameiningu Blönduóss og Húnavatnshrepps sumarið 2022 og Pétur því fyrsti sveitarstjórinn.
Meira

Sálfélagsleg þjónusta við börn og ungmenni efld hjá HSN með nýju geðheilsuteymi barna

Eins og tilkynnt hefur verið mun þjónusta sem barna- og unglingageðteymi (BUG) hefur veitt á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) færast til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) frá og með 1. október. Verður hún hluti af sálfélagslegri þjónustu HSN sem hefur sinnt grunnþjónustu (vægum til miðlungs vanda) við börn og fullorðna og sinnt einstaklingum með alvarlegri og flóknari vanda innan geðheilsuteymis fullorðinna.
Meira

Ekkert sérlega áhugaverðar sveitir

Herra Hundfúll rúllaði í gegnum síðu Markaðsstofu Norðurlands, northiceland.is, sem er fínasta síða. Fletti síðan spenntur í gegnum áhugaverði staði á svæðinu sem finna mátti á forsíðunni. Fékk vægt áfall þegar í ljós kom að enginn þeirra átta staða sem nefndir voru áhugaverðir voru í Eyjafirði eða Skagafirði...
Meira

Hvítserkur og Glaumbær eru mest sóttu ferðamannastaðirnir á Norðurlandi vestra

Húnahornið lagðist yfir frétt Morgunblaðinu þar sem var fjallað um aðsókn á vinsæla ferðamannastaði á Íslandi. Hvítserkur er sennilega eitt frægasta kennileiti svæðisins ásamt Drangey á Skagafirði en það er heldur einfaldara að heimsækja Hvítserk. Það sem vekur athygli er gríðarleg aukning á heimsóknum ferðamanna að Hvítserk. Metaðsókn var í fyrra frá því að mælingar hófust árið 2021 en árið 2023 heimsóttu tæplega 82 þúsund manns staðinn en í ár er talan komin í ríflega 124 þúsund heimsóknir og árið langt því frá liðið.
Meira

„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.
Meira

Ítrekuðu kröfu um byggðakvóta og takmörkun á dragnótaveiðum

Aðalfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar var haldinn 11. september síðastliðinn. Samþykktu fundarmenn tíu ályktanir og meðal annars var ítrekuð krafa um takmörkun á dragnótaveiðum á Skagafirði í samræmi við fyrra fyrirkomulag veiðanna, þ.e. að svæðinu innan línu úr Ásnefi í vestri í Þórðarhöfða/Kögur í austri verði lokað fyrir veiðum með dragnót. Þá leggur Drangey áherslu á að byggðakvóta í Skagafirði verði einungis úthlutað dagróðrabáta sem eru minni en 30 brt.
Meira

Staða slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra auglýst

Húnaþing vestra leitar á ný að drifandi leiðtoga í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra en nú er nánast slétt ár síðan Valur Freyr Halldórsson var ráðinn til eins árs í starfið. Hann hafði áður starfað hjá Slökkviliði Akureyrar í 21 ár.
Meira

Sendiherra ESB heimsótti Byggðastofnun í morgun

Sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, heimsótti Byggðastofnun ásamt fylgdarliði í morgun en þau voru mætt á Krókinn til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Hópurinn er á ferðalagi um landið í tilefni þess að 30 ár eru síðan samningur um EES tók gildi og er að kynna samstarfsáætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.
Meira

Flugvöllurinn á Blönduósi kominn í notkun á ný

„Við erum rosalega ánægð með að viðgerðir á flugvellinum séu loksins orðnar að veruleika,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Húnabyggðar, við Feyki þegar hann var spurður hvort búið væri að taka flugvöllinn á Blönduósi í gagnið að nýju eftir lagfæringar og lagningu slitlags.
Meira

Dómi varðandi launagreiðslur til tónlistarkennara í Skagafirði áfrýjað til Landsréttar

Feykir greindi á dögunum frá því að sveitarfélagið Skagafjörður hafi í Héraðsdómi Norðurlands vestra verið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum. Málið snérist um það hvort þrír tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Skagafjarðar ættu kröfu á sveitarfélagið vegna vangoldinna launa vegna aksturs á milli starfsstöðva skólans. Á fundi byggðarráðs í síðustu viku var það ákvörðun meirihlutans að um fordæmisgefandi mál væri að ræða og var því ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar.
Meira